11/14/2003

Jeg slo inn nafninu minu a google adan og komst ad thrennu: ad ojjbara.blogspot.com birtist sem leitarnidurstada nr. 1, ad Unni dreymdi mig einusinni , og ad nafnid mitt er ekkert nema einhver aumur samdrattur af nafninu Nikulas (sem merkir sigurvegari thjodanna, hvilikt bull). Jeg var einmitt ad svara thvi hvad nafnid mitt thydir i gaer, og jeg sagdi ad nafnid mitt thyddi ekki neitt. Og thad er satt, nafnid mitt er bara eitthvad danskt stafarugl sem er jafn thydingalaust og tilgangur lifsins. Jeg hef engan ahuga a thvi ad vera samdrattur Nikulasar. En nu aetla jeg ad haetta ad vera svona sjalfselskur og segja thjer fra hundinum minum og theirri stundu sem vid attum saman einn sidsumardag fyrir tveimur arum sidan. Thu kannast kannski vid hana Heru? Hun er svort labrador tik med klassiskt voffablik i augum sjer, hun virdist sifellt vera um thad bil ad bresta i grat svo madur getur ekki neitad henni um neitt. Thetta hefur leitt af sjer nokkur aukakilo. Thegar hun var ung og ospillt mey kom til hennar sorahundur sem platadi hana til ad flyja med sjer inn i solarlagid thar sem hann naudgadi henni svo ur urdu 8 born. Svo var pabbi einusinni naestumthvi buinn ad skjota hana i pirringskasti thegar hun var enntha a gelgjuskeidinu, en hun slapp sem betur fer enda fra a faeti. A sinum seinni arum fjekk hun svo sykingu i legid svo thad thurfti ad nema thad a brott. En jamm, Herabera er eina kvenkynid sem jeg hef alltaf elskad og eina kvenkynid sem hefur ekki svikid mig. En var jeg ekki ad tala um einhvern sidsumardag hjerna adan? Ju, thetta var a theim timum er jeg vann fyrir Jonsajul vid hellulagnir. Thennan dag skein solin hatt, en jeg var afskaplega oheppinn i vinnunni sokum thess ad alfar voru ad rugla mig i riminu og lata mig gera vitleysur. Jonsijul gaf mjer samt thessa lika finu derhufu, svarta med einhverskonar raudri radisu framan a. Jeg var mjog hrifinn og setti hana strax a hausinn a mjer. Svo bolvadi jeg alfunum med theim afleidingum ad their fylgdu mjer allan daginn. Eftir vinnu keypti jeg mjer pizzu, en thessi pitsa tok vid theim orlogum ad lata bila keyra yfir sig a midjum umferdaljosum og vera etin upp af mavageri thar. Thegar sidsumardagurinn rann upp um kvoldid, for jeg i korfubolta asamt Gaua og sagdi honum m.a. fra nokkrum djofladraumum. Hera fjekk ad valsa laus um vollinn enda var hun tha komin til vits og ara og jeg treysti henni fullkomlega. Jeg var rosalega godur i korfubolta thennan dag og miklu betri en Gaui, enda er jeg yfirleitt betri en hann i ollu sem jeg tek mjer fyrir hendur, og thegar jeg setti einn brennheitan bolta beint ofan i basketid, leit jeg til Heru til ad athuga hvort hun hefdi sjed hvad thetta var flott. En tha sa jeg hvar Hera la i graenu grasinu, flatmagadi og ljet sjer lida ofbodslega vel a medan hun skemmti sjer vid ad tyggja nyju derhufuna mina. Og jeg, jafn vitlaus og jeg er, oskradi ''HERA!'' med theirri rodd sem jeg nota thegar jeg aetla ad skamma hana, og tha vissi hun ad fjorid var byrjad. Hun tok kipp, hnipradi sig halfpartinn saman og beid eftir thvi hvad jeg gerdi, jeg fikradi mig haegt i att til hennar og taladi med sefandi roddu thau ord, ad hun aetti nu ad lata mig fa hufuna. En thegar jeg var naestumthvi kominn til hennar, tok hun a slikan sprett ad rassinn a henni straukst eftir yfirbordi grassins, og i thessari sitjandi stellingu hljop hun i hringi i einhverskonar kjanalegu tryllingskasti med derid i munninum og hristi hufuna fram og tilbaka! og jeg stoda tharna bara og gafst upp.

11/12/2003

Manstu eftir leikfongum sem voru pinkulitil thegar madur fjekk thau en staekkudu svo thegar madur setti thau ofan i vatn? Ef thu mannst eftir theim, mun su minning hjalpa thjer ad skilja og sja fyrir thjer thaer lysingar sem koma fram hjer rjett a eftir. Jeg var fenginn til ad halda matarbod fyrir nokkra utlenska kunningja mina. Jeg akvad ad bua til ekta islenskan mat med storu kjotstykki, brunudum kartoflum, sultu, nidursodnum baunum og kokakola. Svo jeg for ut i bud og keypti thetta alltsaman, setti kjotstykkid sem var ferkantad i laginu og vel blodugt i sjodandi vatn, saud kartoflurnar og karamelladi thaer ofan i ponnu, opnadi nidursududosirnar og setti thaer i skalar og kaeldi kokakolaid inni i isskap. Thegar jeg svo tok lokid af pottinum og skimadi i gegnum thykka gufu sem gaus uppur honum fann jeg kunnuglega lykt sem jeg hafdi einhverntiman fundid i islenskum eldhusum og sa ad ferkantada kjotstykkid hafdi staekkad um helming og breyst i hvitleita lodna tungu. Hvernig gat thetta gerst? Ef jeg hefdi verid med spegil a mjer og litid i hann, hefdu brunu augun i mjer lyst furdu og skelfingu og munnurinn a mjer verid galopinn svo skini i litla skritna dindilinn sem er aftast i kokinu. Jamm, jeg thyddi thad sem stod utan a pakkningunum sem ''nautstungumal'' sem er sennilega vond thyding. En hvad sem tautadi og rauladi, saud jeg thetta flykki i fjora klukkutima og sagdi theim sem jeg baud i mat ad thetta vaeru ''islandski svid'' og thau trudu mjer oll. Thu trudu mjer lika ad brunadar kartofur vaeru sjer islenskar en thau haettu ad trua mjer thegar jeg sagdi theim ad kokakola vaeri islenski thjodardrykkurinn. Sem er sennilega thad eina sanna sem jeg sagdi. Thegar allt kemur til alls var thetta mjog throskandi fyrir mig, afthvi jeg gerdi mjer grein fyrir thvi hversu natengd hugtok ''tungumal'' og ''tunga'' eru. Var thetta ekki fyndid? rjett svar berist til nilson66@yahoo.co.uk med fyrirsogninni ''thetta var'' og mun sigurvegarinn hljota verdlaun.

11/11/2003

Alibaba med bumbuna miklu hefur mikinn ahuga a hvernig kvennamalin min standa og kom ad mali vid mig i gaerkvoldi: 'Niels, hefurdu lagt stund a kynlif sidan thu komst til Russlands?' 'Nei Ali' 'Af hverju ekki? Thad er vont ad vera an kynlifs' 'Juju, en thad er haegt ad gera thad sjalfur' 'ha hvernig' sagdi Alibaba og thottist vera hlessa 'nu madur bara hjalpar sjer'tha for Alibaba ad hlaeja og sagdi 'biddu vid hvad gerirdu?' 'jeg vil nu helst ekkert utskyra thad' en svo syndi jeg honum hvernig hondin a manni hreyfist thegar madur hjalpar sjalfum sjer og Alibaba for ad hlaeja. 'gerist thad aldrey i Irak ad menn hjalpi sjalfum sjer?' 'ha juju thad er lika thar' Svo er thessi frasogn buin. Mjer finnst ad feitt og ofritt folk aetti ad brjota odd af oflaeti sinu og hafa smekk fyrir odru ofridu og ljotu folki. Mjer finnst sorglegt ad horfa upp a allt thetta feita og ofrida folk vafra um an thess ad finna neinn bolfjelaga eda elskhuga. Thad er eins og thetta folk vilji bara frida og vel vaxna elskhuga en gerir sjer enganveginn grein fyrir thvi ad thad tharf ad finna sjer jafningja i ofridlegheitum. Thad verdur engin biblia i dag, enda er jeg buinn ad lesa hana alveg. Jeg verd nu bara ad segja thad ad thetta var ein allraleidinlegasta og mistaekasta bok sem jeg hef lesid. En jeg maeli samt med henni. Jeg bid innilega ad heilsa thjer.

11/10/2003

Jeg verd eiginlega ad segja thjer hversu yndisleg nottin var. Jeg sat a kaffihusi og gleymdi mjer yfir bok thegar jeg fattadi ad klukkan var tiu minutur yfir eitt og thar af leidandi var jeg laestur uti alla nottina. Jeg fjekk leyfi hja nokkrum stulkum til ad sitja inni a biljardstofu i tolvu og svo virdist sem thessar stelpur eigi heima hjerna. Thaer allavega sofa i sofum med teppi og en budu mjer thvi midur ekki ad sofa med sjer. Thad er sennilega vegna thess ad jeg er orakadur og illa klipptur. Mamma min sem er sennilega ad lesa thetta akkurat nuna, mun sennilega hneykslast a thessu og finnast thetta vera til marks um oabyrgd. En thad er nu allt i lagi mamma min, afthvi jeg vaknadi svo seint i dag, sunnadag, ad jeg tharf ekkert ad sofa heldur fer bara beint i skolann. Thad er varla ad jeg thori ad segja hvad sem er, vitandi ad mamma min muni lesa thad. Jaeja mamma hafdu nu engar ahyggjur, lifid hjerna i Pjetursborg er ofbodslega heilnaemt og jeg hef ekki lifad svona heilnaemu lifi sidan jeg fermdist. Blessbless.

11/09/2003

Thad er stulkukind hjerna i naesta herbergi vid mig sem sjer mitt rjetta edli. Jeg fae mjer stundum sigarettu uti a svolum og horfi yfir hinar havoxnu thunglyndu blokkir sem vilja sennilega hoppa ofan af sjalfum sjer og deyja. Tharna hef jeg thrisvar hitt nagrannaskvisu mina og alltaf heilsad henni. I tvo skipti svaradi hun mjer engu og i thridja skiptid sagdi jeg ad utsynid hjerna vaeri nu aldeilis fallegt, en i thad skiptid fnussadi hun bara. Hun er alltaf i graenum flauelskjol, svartri blussu og med thykk gleraugu. Stundum rykkir hun hausnum til svo bruna thunga harid hlassast afturfyrir axlir. Hun reykir alltaf med miklum alvorusvip og horfir helst nidur fyrir sig. Jeg sagdi Alibaba fra thessum kvenmanni sem vill ekki heilsa mjer, svo hann tok sig til og taladi vid hana eitt skiptid. Hun sat frammi a gangi a medan jeg og Alibaba sporkudum a milli okkar fotbolta. Ali spjalladi vid hana og hun svaradi og var nokkud kat og hress. Svo spurdi Alibaba hvort hun hefdi hitt mig nokkurntiman, en tha breyttist andlitid hennar og hun vard aftur algjorlega sviplaus og bitur, og sagdist aldrey hafa sjed mig adur. mjer fannst thetta svo skritid ad jeg aepti upp yfir mig ''thad er ekki satt, jeg hef oft sagt hallo vid thig!'' en hun neitadi thvi. Svo jeg get ekki annad en alyktad sem svo, ad hun sjai i gegnum mig og mitt vidurstyggilega edli. Svo for jeg ut fyrir baeinn nylega a gamla lestarstod. Thar sa jeg tvaer ellihrumar manneskjur, karl og konu, sem a gongu sinni studdust vid trjestafi. Konan var einhver oskopin oll ad agnuast ut i karl ugluna, hun skammadist og kvartadi afskaplega reidilega og hatt. En thad sem mjer fannst anaegjulegt var, ad karlinn skellihlo ad henni og hefur sennilega hugsad ''hahaha, kerlingarofjetid er ad noldra!'' Thannig sje jeg fyrir mjer Stein Linnet og Auroru Linnet eftir 60 ar. Einusinni sagdi drottinn thetta, sem a eftir fer bratt. En fyrir mitt leiti yrdi jeg ekkert allt of spenntur ef Gud segdi thetta vid mig: ''sja verk drottins, thvi ad furdulegt er thad, sem jeg mun vid thig gjora''.

Bloggsafn