11/27/2003

Jeg var i kennslustund thar sem ung kennslukona bad mig um ad segja fra aeskuminningu. Jeg atti svo erfitt med ad tja thessa aeskuminningu mina a russnesku, ad jeg verd eiginlega ad tja hana alminnilega a islensku. Jeg sagdi fra thvi, thegar jeg var litill patti i Thyskalandi. A theim tima var jeg mjog hrifinn af merkjunum sem voru framan a benz bilunum. Thessum silfurlitudu, og fannst mjog gaman ad fitla vid thau. Thad var nefnilega haegt ad beygja thau nidur thar sem thau voru a einhverskonar hjorum. Mjer fannst thetta aedislega gaman. Jeg man lika oljost eftir thvi ad thad hafi verid bannad ad leika sjer ad thessum merkjum, skv. foreldravaldi. En thennan dag var Benz staddur ekki svo langt fra heimili okkar ad Felzstiege 6, solin skein eins og alltaf, jeg var einn ad vaeflast a gangstjett. Og skyndilega sa jeg silfurlitad benzmerki glitra i solinni ofan a svortu huddi. Thetta hudd var i eigu glaepamanns sem var i heimsokn hja vinafolki pabba og mommu. Thessi glaepamadur atti hunda sem hann geymdi inni i einum af bilunum sinum. Eitt sinn hotadi hann bornunum i hverfinu ad sleppa hundunum lausum svo their gaetu etid bornin. Jeg er samt ekki alveg viss um tha minningu mina. En allavega, tha ljek jeg mjer ad silfurlitada benzmerkinu og braut thad af festingum sinum vid bilinn. Thad naesta sem jeg man, er ad glaepamadurinn keyrir framhja med odrum manni, hann sjer merkid liggja ofan a huddinu og hann sjer mig, billinn sem hann er i stoppar og hann skrufar nidur ruduna. Jeg man vel hvad hann sagdi, hann sagdi med typiskri hollywood-nasistaroddu ''ES IST GEBROCHEN!!'' og beindi grunandi augum a mig. En jeg sneri mjer haegt vid og gekk eins rolega heim og jeg thordi. Jeg passadi mig ad hlaupa ekki. thvi tho jeg hafi verid litill vissi jeg, ad sa sem flyr jatar sekt sina. Heima sat mamma, og jeg held hun hafi verid ad drekka kaffi. Ef ekki, tha eru akkurat nuna tvaer minningar ad skarast saman. En vid skulum sja hvernig thad kemur ut: Mamma sagdi thegar hun sa mig ''hvad varstu ad gera af thjer?'' og jeg sagdi ''ekkert''. I storum atridum sagdi jeg kennslukonunni minni fra thessu. Og hun sagdi ''thu laugst semsagt ad mommu thinni. Aha. Laugstu oft ad mommu thinni thegar thu varst litill? Aha. En nuna? a...Nei! Thad er algjorlega bannad ad ljuga ad mommu sinni! Ef thu lygur tha mun aldrey neinn treysta thjer. Thad er AL-VEG bannad!''. Og kennslukonan vard alveg oskuill yfir thessu ollusaman og mig langadi til ad segja ''ulfurulfur'' en kunni thad ekki. En eins og jeg sagdi adan, voru kannski tveir atburdir lifs mins ad falla saman i einn tharna undir lokinn. Ef jeg slit thetta i tvennt, tha var jeg heima i stofunni ad Felzstiege 6 thegar mamma spurdi mig ''hraektirdu i bollann minn'' eftir ad jeg hafdi horft forvitnislega ofan i kaffibollan hennar og akvedid ad athuga hvernig hvitt tuff mundi lita ut ofan i svartleitum kaffivokva. Og thad var vist nogu fallegt til ad mamma taeki eftir thvi. Jeg var sko ekkert ad gera thetta til ad vera vondur vid mommu neitt sko! Thetta bara gerdist. Og thegar mamma var komandi ut ur eldhusinu og spurjandi a thysku ''hraektirdu ofan i bollann minn?'' vard jeg hraeddur, setti upp sakleysissvip og hristi hausinn akaft. En mamma akvad samt ad trua mjer ekki og fjekk sjer nytt kaffi. Undarlegt finnst mjer tho, ad mamma og Solla og fleiri fjolskyldumedlimir drogu einhverntiman i efa minningar minar um aeskuna i Thyskalandi. Theirra meining er eitthvad a thessa leid ''neinei, thu varst alltof litill til ad muna eftir einu nje neinu''. En sannlega segi jeg thetta: vist man jeg eftir helling! baejo.

11/26/2003

Aldrey skal jeg aftur fara til Murmansk. En jeg vaeri samt alveg til i ad taka lestina thangad aftur. Klefafjelagar minir i lestinni samanstodu af Max, svarthaerdum army-veteran fyllibyttu, Sergei sem var ljoshaerdur krew-cut lidhlaupi og Vasilich sem var 69 ara gamall afi sem atti afmaeli daginn eftir. Mjer fannst thetta vera kjorid taekifaeri til ad kynnast alvoru almugarussum. Enda var lestarvagninn okkar af odyrustu gerd, sem thyddi svitalykt af sofandi folki, prump og svefnstunur. Thad fyrsta sem max gerdi var ad fyllla bordid af allskyns kraesingum, svosem pulsum, dokku braudi og nidursodnum kjotvorum. Fyrst spurdi Max mig hvort jeg drykki bjor. Jeg sagdi jamm, og hann vard afskaplega anaegdur med thad. Seinna spurdi hann mig hvort jeg reykti, jeg jankadi thvi og hann vard aftur anaegdur. Svo aetladi allt um koll ad keyra thegar jeg sagdist drekka vodka. Max og Sergei fognudu thvi med hlatri og sogdu ad jeg vaeri haefileikarikur ungur madur. Svokalladur 'molodets'. Og skyndilega birtist vodkaflaska upp undan bordinu og vid skaludum fyrir lestinni. Og a medan thad taemdist ur floskunni reyndi jeg ad finna ut hverskonar menn thetta vaeru, sem bar litinn arangur. Thad eina sem jeg komst ad um thessa menn var ad Max var mjog tekinn i andliti, feitlaginn og i svortum hlyrabol. A vinstri oxl hans var hauskupa og undir henni stod 'Zakvod 90' - 92' og thar var hann vist i stridi. I hernum laerdi hann ad berja folk, og syndi mjer nokkra takta. M.a. hvernig vaeri haegt ad brjota hendi a manni sem reyndi ad kyla sig. En hann vildi ekki syna mjer bragdid til enda, sem betur fer. Jeg get eiginlega helst list Max med thvi ad likja honum vid Orn Arnarson ef hann vaeri ad leika russneska mafiufyllibyttu. Og lika vid Lyd Oskar ef hann hefdi farid i herinn. En Lydur er baedi elskulegt ljufmenni og bolvadur durgur i senn. Og i hvert skipti sem vid fengum okkur staup, itrekadi Max med mikilli heift, ad jeg yrdi ad borda. Ef jeg gleymdi ad fa mjer braud og pylsu eftir eitthvert staupid vard hann reidur og sagdi 'bordadu bordadu!!'. Sergei hinn ljoshaerdi var heldur rolegur og hjelt sig vid krossgatublad, drakk og taladi vid okkur a medan Vasilivitsj kurdi sig ad gamalla manna sid ut i horn undir teppi, malladi sjer kaffi og muldi hnetur. Og tharsem thessir heidursmenn hofdu bodid mjer mat og drykk, akvad jeg ad bjoda upp a naestu flosku. Jeg og Max hlupum thvi i gegnum allmarga vagna allaleid ad matarvagninum thar sem vid keyptum undradrykkinn af feitlaginni Svetlonu. Og svo skokkudum vid tilbaka og fengum okkur sigarettur a leidinni. Og jeg tok eftir thvi, ad thvi drukknari sem Max vard thvi minna reykti hann af hverri sigarettu. I einni reykingapasunni vorum vid a ganginum, thar sem var engin hiti og a innanverdum gluggunum frosin loftgufa, glaerhvit og myndadi baedi rosir, solblom og eitthvad i likingu vid vetrarbrautir sjedar fra jordu . Og thar fyrir framan stod Max ordinn heldur betur rykadur, med hlyrabolinn nidur a bumbu, tok einn smok af sigarettunni, henti henni og sagdi 'komum' og vid forum og drukkum meir. Ef jeg mundi segja nakvaemlega fra olllu sem gerdist tha mundi thad verda half endurtekningasamt. Thu mundir sja mig hella staupi upp i mig, Sergei upp i sig, Max upp i sig og aftur upp i sig og sidan einhvern annan. Thu mundir heyra smelli i glerglosum og samraedum sem silast afram sokum tungumalaordugleika. Og ef thu kynnir Russnsesku mundirdu heyra setningar eins og '' takk. EKKI VERA MED THESSA KURTEISI ! fyrirgefdu. THARF JEG AD LEMJA THIG DURGURINN THINN, nei hjerna annan sjuss. BORDABORDA! HERRa minn trur...'' Eitthvad i tha att. Og thegar jeg sjalfur var ordinn nokkud ringladur, for jeg ad songla textabrot eftir Visotskij nokkurn, sem innihjelt thessa meiningu: Hvar er svarta byssan thin? Mjer fannst jeg vera staddur i midri senu med goda datanum Svejk. Max sa um ad bua um kojuna mina, thar sem Russar eru med einstaklega flokid rumlakakerfi, og hjalpadi mjer upp tharsem jeg datt vid ad klifra upp i kojjuna. Ad lokum sofnadi jeg vaerum svefni. Og vaknadi vid thad, ad jeg fann adeins tvaer rublur i buxnavosunum minum. En thar attu ad vera ad minnsta kosti 3000 rublur. Jeg stokk fram ur kojunni og thar var Max, og hann sagdi 'forum og reykjum'. Og thad la ekki vel a Max, thvi vinur hans og svokalladur 'brodir' hafdi raent hann og alla i kringum sig og stungid af i einhverju krummaskudinu. Verst fannst mjer ad hafa ekki sjed thetta fyrir. En i thvi tilefni forum vid og keyptum meira vodka. I matarvagninum spurdi afgreidslukonan hvort vid vaerum nokkud med tvaer rublur. Mjer fannst thad heldur sart ad heyra thau ord. Seinna syndi Max mjer svo svortu byssuna sina, var lika svo vaenn ad beina henni ad hausnum a mjer og smella af og rjetta mjer hana svo. Ad visu var hann buinn ad smella af i golfid nokkrum sinnum, en thetta var nu ekki byssumedferd sem pabbi minn hefdi samthykkt. Thegar allt kom til alls stod jeg mig allsekki svo illa i drykkju med alvoru russneskri byttu. Hann lognadist utaf eitt skiptid og Vasilich gamli bad mig um ad vekja hann svo hann missti ekki af stoppistodinni. En thad var bara engin leid ad vekja hann, nema su leid ad yta loppunum hans nidur a golf, toga hann upp a hondunum og lemja hann utanundir thangad til hann vaknadi. Og lokst thegar hann rankadi vid sjer, horfdi hann a mig eins og augun sin skyggdu honum syn og sagdi 'Nik, ert thetta thu? Lemdu mig nu adeins meira thetta er svo asskoti hressandi''. Og thar for thad ! Og jeg er half feginn ad jeg muni aldrey hitta Max aftur. Jeg get svosum verid sammala thessu: ''Eigi skalt thu faera andstyggilegan hlut inn i hus thitt'' (Devteromonium 7:26) og svo hefdi jeg viljad kunna eftirfarandi tilvitnun sem barn, thegar thad var sodinn thorskur i matinn: ''Thu skalt ekki eta neitt vidbjodslegt'' (Devteronomium 14:3)

Bloggsafn