12/13/2003

Mig dreymdi fyrir nokkru ad jeg vaeri ordinn langleitur og hausinn i laginu eins og egg. Jeg var lika asiskur, og augun i mjer sokkin ofan i augnholurnar svo jeg horfdi uppur theim med liflausu ohamingjusomu glotti. Jeg var i stuttu mali: ofbodslega ljotur. Sama dag for jeg i metroid, fjekk ekki saeti svo jeg stod bara fyrir framan rennihurdirnar og horfdi a endurspeglun mina i glugganum. Thu att aldrey ad gera thad, thvi gluggar gefa ekki rjetta mynd af thjer. En jeg horfdi samt i oslettan gluggann, og glugginn syndi mig thannig ad hakan a mjer var ordin jafn stor og melona, munnvikin a mjer sem snua alltaf orlitid niduravid breyttust i risastora geiflu og nefid a mjer var eins og rani. Fyrir ofan thetta voru augun i mjer pinkulitil og ljot. Og a medan vagninn hristist um undirgongin med iskri og latum for jeg ad trua thvi ad svona liti jeg ut i alvorunni. Thessvegna vard jeg afskaplega feginn thegar jeg loks sa sjalfan mig i alvoru spegli i lyftu nokkurri. Og mikid var jeg saetur. Thetta er svona alika salfraedi og ad horfa a mynd af sveltandi bornum i Ethiopiu og hugsa ''mikid er jeg heppinn, mikid er jeg heppinn, mikid er jeg heppinn''. Og svo thykir mjer leitt ad faera thjer thessar fregnir, thvi thetta sendir sennilega marga af thinum nanustu til helvitis: ''Eigi skal kona ganga i karlmannsbuningi og eigi skal karlmadur fara i kvenmannsfot, thvi ad hver sa, er slikt gjorir, er Drottni Gudi thinum andstyggilegur.'' (5ta Mosebok 22:5)

12/12/2003

Litla hvithaerda kisan er farin ad leika einhverskonar leik vid mig. Nu tekur hun upp a thvi ad fara i fylu ef jeg er ekki nogu skemmtilegur vid hana. t.d. la hun ofan a bumbunni minni i gaer og jeg var alltaf ad hreyfa mig eitthvad. Hun vard pirrud og hljop i burtu og hefur eflaust fundist jeg ekki syna sjer nogu mikla athygli. Sidan thegar hun fer svona i fylu tha mjalma jeg til hennar eins og hun sje algjort smabarn, en tha bara snyr hun uppa sig. ''Thu litur a mig sem kisu, obermid thitt!'' gaeti hun verid ad hugsa. Jeg hef nokkrar ahyggjur af thessu, thad er eins og hun skilji ekki ad jeg muni aldrey elska sig: Thad er ekki bara ad hun sje kottur heldur lika afthvi hun er ekki beint fyrir mig. Ad visu attum vid yndislega stund saman i gaer, hun eltist vid litid leikfang sem jeg sveifladi fram og tilbaka. Vid ljekum svo mikid ad a endanum gafst hun upp og lagdist flot a golfid. Jeg hef aldrey sjed kott gefast jafn augljoslega upp af threytu, en mig grunar ad hun hafi bara verid ad thykjast. Ad thykjast gefast upp fyrir mjer, eins og mjer finnist thad eitthvad spennandi! Jeg hef ahyggjur af thvi ad hun muni thjast mikid thegar hun uppgotvar ad ast a milli okkar muni aldrey ganga upp, og ef hun reynir ad fremja sjalfsmord med thvi ad hoppa ut um gluggann tha mun thad sennilega ekki takast. Svo hun er deamd til ad elska mig thar til hun deyr seint og sidar meir. Mjer thykir leitt ad personutofrar minir gera ketti dapra. Thvi thunglyndar kisur eru ekki upplifgandi fyrirbaeri. En vid sjaum nu hvernig thetta fer, jeg aetla ad reyna ad lesa tilfinningar hennar ur stalgraum glyrnunum i kvold, thessum glyrnum hennar sem hun getur ekki tekid af mjer. Og jeg aetla ad segja henni ad ast hennar sje borin til ad deyja, med thvi ad halda nidri skottinu hennar thegar hun byrjar ad sveifla thvi fram og tilbaka. Jeg aetla ad vera heidarlegur, leggja hondina akvedid a hvitt ufid skottid, horfa i glyrnurnar og segja ''nein, nein das ist nicht moglich''.

12/10/2003

Jeg gleymdi ad segja ad heimska bandariska stelpan sem jeg taladi um seinast, vinnur vid ad drepa rottur eftir ad tilraunum a theim er lokid ad fullu. Hjer i Pjotursborg er stundum snjor. Og stundum breytist snjorinn i vatn sem svo aftur breytist i klaka. Thetta er vel thekkt fyrirbaeri a Islandi; fraegasta og haettulegasta daemid er thegar bilstjorar fara allt i einu ad sja glitrandi gimsteinaryk a svortu malbiki rjett adur en their klessukeyra bilinn sinn. Ojaeja, jeg var ad ganga medfram bokkum hinnar miklu Nevu. Og af hverju var jeg ad gera thad? Ju jeg var hugfanginn af thvi hversu falleg hun var, hun var nefnilega uppfull af hvitum isflekum sem allir lagu hvikk hvakk ofan a hvorum odrum. Neva var svona eins og gullvegurinn sem liggur a sjonum til solarinnar a sidsumarkvoldum, nema thessi vegur var ur hvitugulli. Og mjer datt i hug, hvad thad vaeri erfitt fyrir mig ad synda ofan i thessum isflekum dytti jeg ofan i ana. Mer syndist thad vera, eins og ad synda ofan i klakaglasi. Thad er vatnsglasi fullu af klokum. Ad visu er thetta kjanaleg samliking hja mjer, afthvi jeg thyrfti ad vera Tumalina til ad geta synt i klakaglasi. Jeaja. A-LLAVEGA! Gangandi tharna medfram Nevuhandridunum og hugsandi um hvort jeg mundi detta ofan i anna, for jeg ad utskyra i huganum fyrir Adalsteini hvernig madur a ad ganga i halku. Sjerstaklega vildi jeg utskyra fyrir honum, hvernig madur aetti ad ganga yfir bogadregnar holur. (halla sjer fram, auka ferdina og sidan halla sjer aftur thegar madur gengur upp ur holunni). Jeg utskyrdi alltsaman fyrir Alla i huganum, og alltaf var Alli jafn godur hlustandi og horfdi a mig med augnaradi thess sem veit ekki neitt. Thegar jeg hugsadi ''jeg veit ekki nakvaemlega oll thessi orkuhugtok og staerdfraedikrafta. NEWTON!'' datt jeg kylliflatur a bakid og tvaer mandarinur skoppudu eftir grau slabbinu. Thess ma geta ad i gaer adur en jeg for ad sofa, var svitalykt undir vinstri handakrika minum en ekki theim haegri. Svo er jeg fluttur inn i ibud, halfgerda kommunolku. Thar er kottur. Hann er hvitur, allavega eru harin a honum hvit. Thau eru hvit eins og a hesti sem er bleikur. Og harin a honum standa oll ut i loftid og veidiharin eru bogin fram a vid. Kotturinn heitir Koshka, sem thydir Kottur. Jeg aetti eiginlega ad tala um kisuna, thvi thetta er skvisa. Thegar jeg kynntist henni fyrst, tok jeg ad mjalma til hennar i somu tonhaed og hun mjalmadi til min. Ad mjalma i tonhaed kisu, virkar alltaf. Thaer halda ad thu kunnir ad tala tungumalid theirra. En thegar jeg mjalmadi a kisuloruna, hefur eitthvad brostid inni i henni thvi hun hefur ekki latid mig vera sidan. Thegar jeg sagdi ''mjau'' hefur hun orugglega hugsad ''thu hefur sagt allt um lif mitt, jeg elska thig!!''. Nu stendur hun langtimum saman fyrir utan herbergid mitt og horfir a hurdina. Hun fer ad mala stanslaust bara thegar hun sjer mig. I gaer hleypti jeg henni inn til min, og hun stokk upp a bordid og lagdist a bokina sem jeg var ad lesa. Naest stokk hun upp a oxlina a mjer, og jeg leyfdi henni ad liggja thar i einhvern tima. Mjer fannst thad fyndid ad hafa kott a oxlinni, en ekki pafagauk. En i gaer thegar jeg kastadi henni af oxlinni og horfdi inn i bleik eyrun hennar, sa jeg ad thau voru skitug. Thad voru svona svartir blettir hjer og thar. Og svo er hun alltaf ad glenna framan i mig rassgatinu bolvud! Hvernig a jeg ad tulka thetta. Ekki elska jeg thennan kott! Jeg elska bara Heru. En jeg dadra vid kottinn. Thvi ef heimilismenn treysta mjer ekki, en kotturinn elskar mig, tha geta heimilismenn e.t.v. treyst mjer i gegnum astud kattarins thvi kettir eru allmennt taldir godir mannthekkjarar. Svo thu sjerd ad jeg er alveg ad gabba thessa Russa upp ur skonum.

12/08/2003

Jeg heyrdi nuna fyrir aftan bakid a mjer ''I'm just so bored here!'' Jeg hef heyrt thessa rodd adur, og leidir okkar hafa legid saman nokkud oft. Jeg kynntist manneskjunni fyrst thegar jeg ovart datt inn a hotmail-postholfid hennar. Hun hafdi semsagt verid svo vitlaus ad logga sig ekki ut. Thetta var fyrir thremur manudum, og jeg las audvitad postinn hennar. Jeg bara get ekki hamid mig thegar kemur ad thvi ad hnysast thar sem jeg ma ekki hnysast. I einu brjefinu sa jeg ad hun var ad kvarta yfir thvi hvad Russar vaeru donalegir og hun hefdi farid ad grata thegar hun kom hingad fyrst, og hun hefdi gratid og gratid og gratid. Jaeja, kannski var illa gert af mjer ad lesa thetta. En sidan hitti jeg bandariska stelpu af asiskum uppruna i skolanum og tala vid hana. Hun bydur sjer i heimsokn til min og hleypur svo burt. Seinna hitti jeg thessa bandarisku stelpu aftur i thvottahusinu, en hun man ekki eftir mjer. Vid tolum saman aftur og hun segir mjer fra thvi thegar hun var nykomin til Russlands og grjet og grjet og grjet afthvi Russar voru svo okurteisir. Og vid toludum saman og mjer fannst hun vera ofbodslega vitlaus. Svo hitti jeg hana enn einusinni thegar jeg var ad koma heim um nott, heilsadi henni og hun spurdi ''have we met before?''. Og hvad med thad? Nu, hun er svo vanthakklat ad thad naer engri att. t.d. utskyrdi hun fyrir mjer 'yeah, I live with this Russian girl and I'm always hungry and I never make food and she's always giving me food but she only talks Russian and I never understand anything she says so I just say 'dadada' but I never know what she's giving me and it's like really annoying''. Og lika ''I just drink beer all day with a kanadian businessman and i'm always so tired and I went to a museum and the translator spoke so bad englis I had to sit down I was so tired and I always miss the buss stop because I sleep in the bus like everyday''. Bandarikjamenn eru ad stadaldri vitlausari en annad folk. Best ad eyda ekki fleiri ordum i hana, en thetta er svona manneskja sem aetti bara ad fara heim til sin. Thetta er eitthvad sem madur aetti ad segja vid allt folk sem noldrar: fardu heim til thin! Sjerstaklega vid utlendinga sem bua a Islandi og kvarta svo yfir vedrinu. Jeg hlustadi einusinni a einhverja menneskju, adflutta fra 3ja heims riki tala um hvad Island vaeri omurlegt. Og hvad sagdi jeg? 'fardu heim til thin, hahaha!' en hugsadi (ja og sveltu thar og drepstu!) Ad visu meina jeg ekkert med thessu. Sigurvegari Desembermanadar er Skuli Arnlaugsson! Til hamingju Skuli! Skuli sendi inn thessa sigurklausu :''Ekki thad ad slykja sje kukur, nei alls ekki, en kukurinn er lika bara fasi sem hefur nad taki a mykjunni'' sem er alveg rjett! Skuli hefur thvi unnid sjer inn bangsa, bangsins heitir Selurinn Snorri og er afar blar a litinn. Hann Skuli karlinn. Thegar jeg tok fyrst eftir Skula arid 1996, daemdi jeg hann strax sem omerking og leidindapuka. En einn daginn tok jeg eftir thvi ad hann var med einstaklega fina hufu. Jeg sagdi vid hann ''hey flott hufa'' og hann sagdi ''ja...takk'' og gekk svo i burtu. Mjer fannst thad hneysa ad hann skyldi ekki hafa stoppad, fallid ad fotum mjer og thakkad fyrir thessa athugasemd. Thetta hattarlag Skula leiddi til thess ad jeg for ad bera orlitla virdingu fyrir honum. Og sidan tha hefur hann alltaf verid ad koma mjer a ovart og verdur sifellt ahugaverdari madur. Med sama aframhaldi mun hann verda ometanlegt snilldarverk um sjotugt. Thad skritna vid aovartkomur Skula, er nefnilega thad ad madur byst ekkert vid thvi ad hann komi manni a ovart. Jeg t.d. tok ekki eftir thvi fyrr en fjorum arum eftir ad jeg kynntist honum, ad hann vaeri sifellt ad koma einhvernveginn a ovart. Thar til tha hafdi jeg alltaf talid mig hafa fullkominn skilning a honum Skula greyinu...og i raun ordid svolitid svekktur thegar hann hagadi sjer ekki eins og jeg var buinn ad aetla ad hann hagadi sjer. Bragi Bergthorsson (svo sem jeg best veit) hefur ad visu buid til hugtak yfir thessar dularfullu atferlishegdanir Skula: Th.e. ''ad Skula a sig''. Ad Skula a sig er t.d. ad beila a seinustu stundu, skipta um skodun, sviptivindasamar akvardanir o.s.frv. Jeg held ad margir vanmeti Skula og aliti hann vera sakleysingja, Skuli skati. En thetta folk hefur rangt fyrir sjer. Skuli mun sko syna ollum i tvo heimana! Hann ma ekki vamm sitt vita! En nu thegar jeg hef talad svona mikid um einhvern annan en mig, verd jeg ad koma adeins ad sjalfum mjer. Jeg finn nefnilega til samsvorunar og hraedslu thegar jeg les eftirfarandi: ''Tha skal fadir hans og modir taka hann og fara med hann til oldunga borgar hans, thar sem hann a heima og segja vid oldunga borgar hans: ''Thessi sonur okkar er thrjoskur og odaell og vill ekki hlyda okkur, hann er svallari og drykkjurutur.'' Skulu tha allir borgarmenn lemja hann grjoti til bana.'' (5ta mosebok 21:19)

Bloggsafn