1/06/2004

Áðan fór ég á Kentucky fried chicken ásamt Heru. Ef ég hefði bakkað bílnum að sölulúgunni svo Hera litla gæti pantað út um gluggann það sem okkur langaði í, hefði eftirfarandi samtal átt sér stað á milli lúgumannsins, sem hefur það góðan húmor að bjóða hundi góðan daginn og þá hæfileika að skilja hugsanir hans: 'Góðan daginn hvað má bjóða þér?' Og Hera náttúrulega talar ekki heldur fnusar bara út í loftið. 'Alla kjúklingana? Það er nú meira, ætlarðu að borða þá alla?' Og Hera starir á hann eins og ekkert sé sjálfsagðara. 'Það komast ekki allir kjúklingar staðarins fyrir í maganum þínum!' Hera verður áhyggjufull og virðist ætla að hoppa út um gluggann. 'nú ég skil, bara kúka þeim jafnóðum ókej.' Þess ber að geta að allt var þetta hugarburður einn. Þess ber líka að geta að allt sem birtist á þessari síðu er ekki verndað af neinum höfundarréttarlögum og hver sem þú ert máttu stela eins miklu og þú vilt. Þetta á sérstaklega við um Ásgeir hommsu í Rússlandi, þar sem ég fékk dularfullar upplýsingar frá leynilegum útsendara Mossís nú um daginn.

Bloggsafn