4/29/2004

Thar sem jeg kenni ensku er kona nokkur. Mig langadi til ad lysa henni fyrir morgum vikum sidan, en thar sem jeg gat ekki fundid annad ord en ''klessumalverk'' yfir hana, akvad jeg ad sleppa thvi. Thegar jeg hitti hana i fyrsta skipti yfir kaffibolla beindi jeg tali minu einhvernveginn ad daudri rottu sem jeg hafdi sjed fyrr um daginn. Hun hneyksladist og furdadi sig yfir thvi ad thad gaetu verid til rottur i Pjetursborg. Sagdi hun, ad rottur vaeru bara eitthvad sem lifdi uppi i sveit. Tha datt mjer fyrst i hug ad hun vaeri eitthvad skrytin. Hun getur naer bara tjad sig um ''fine arts'' og segir ad their sem drekka vodka sjeu manneskjur af allra laegstu og aumkunarverdustu stigum thjodfelagsins. Thad la vid ad jeg modgadist. Jaeja. Adur en hun skipti um fot nuna nylega, gekk hun alltaf um med svartan hatt med bardid brett thannig nidur fyrir andlitid ad madur gat ekki sjed framan i hana nema fra hlid. Andlitsmalningin er alltof skritin til ad jeg geti lyst henni. En nuna get jeg sagt hvernig hun er klaedd, thvi hun skipti um fatasett. Hun er nefnilega fjolubla fra toppi til taar: i fjolublaum hahaeludum ledurskom, i fjolublaum dragtarbuxum, i fjolublarri blussu, i fjolublarri kapu med fjolublaum lodkraga. Hun er med bardstoran fjolublaan hatt og a hattinum er fjolublatt blundublom. Hun heldur stanslaust a fjolublarri ''mary-poppins'' regnhlif (!) og hun er i fjolublaum silkihonskum. Ekki nog med thad, heldur er hun med fjolublaan augnskugga. Hun er heimspekingur ad mennt og ferdast um heiminn vid ad sannreyna fyrir listaverkaeigendur hvort verk theirra sjeu ofolsud eda ekki. Jeg thori ekki ad taka mynd af henni, hun er alltof ut i hott. Jeg fylgdist med henni adan. Hun snytti sjer i fjarska, svo ad eyrum mjer barst kligjulegt hljod fra framburdi hors og jeg sa, hvernig hun nuddadi nefid, med FJOLUBLAUM SNYTIKLUT! Jeg er ekki ad skrokva, segi satt. En adan var jeg ad labba framhja trjam, thegar jeg sa ad einu trjenu leid illa. Thad halladi i 45 gradur og hafdi ordid fornarlamb jardraskana. Jeg for ad hugsa upp einhverskonar trjeheimspeki, thegar jeg fattadi ad thad sem jeg hugsadi var adeins litill hluti theirrar speki sem birtist i myndinni ''being there'' med Peter Sellers. Einhvernveginn for jeg svo ad tja mig um thessa mynd i sjonvarpsthaetti, en thar sem jeg var ad hugsa a ensku lenti jeg i bandarisku kastljosi, og sagdi vid spyrlana ''I thought the ending was a little bit corny''. Jeg fyrirlit svona rugl. Nu er thessu lokid um sinn, ef thjer leidist enntha skaltu skoda politiskan hadfugl ad nafni www.nealpollack.com.

4/26/2004

Jeg las hja Sverri Bollasyni, sem kallar mig ''godvin sinn'', einmitt hja honum las jeg ''Jeg leit a blogg godvinar mins Nielsar og var hvattur til ad tja mig um kuskmal. Jeg hef ekkert um thad mal ad segja.'' Jeg les a milli thessarar linu ad Sverrir sje ad segja mig vera leidinlegan og oahugaverdan. Thad er satt! Jeg for til Moskvu. Hun er ad morgu leiti ahugaverd borg. t.d. gat jeg farid a utikamar og borgad gamalli kerlingu 7 rublur fyrir thad. Slikt er ekkert spes i Russlandinu, en hinsvegar thegar bogalogud pissubunan sulladist i ofan i stoduvatnid undir klosettsetunni, tok jeg eftir hvitri frodu sem lodsadi fram og tilbaka. Og allt i einu, eins og krokodill sem thykist vera trjedrumbur, birti til um ljosbrunan kuk uppur frodukvodunni. Mjer leid eins og einhverskonar ferfaettu dyri med horn a hausnum sem hefur lent i gildru. En thetta er alltsaman afleiding af of miklum David Attenborough ad laumuperrast i kringum dyr. Lenin sem er uppstoppadur ofan i marmarahvelfingu, var alveg eins og hann er syndur i bokinni ''Svalur og Valur i Moskvu''. Hann er ofbodslega litill, raefilslegur og daudur eitthvad. Thetta var vafasamt hatidleg stund. Fyrr a timum atti madur vist helst ad grata af lotningu og eftirsja (skv. Svali og Vali) en i dag er thetta adallega til ad froa forvitni opruttinna turista. En mig langar ad gera svoldid upp vid aesku mina og spekulera um leid i tilgangi foreldra okkar til ad pina bornin sin til ad gera eitthvad sem thau vilja ekki gera. Fra thvi jeg man varla eftir mjer, spiladi jeg a fidlu. Jeg hef ekki hugmynd um hvernig thad kom til ad thessi fidla datt i fangid a mjer. Hinsvegar man jeg eftir Bradley Pitt nokkrum sem kenndi mjer ad halda a fidlu med kinninni einni. Strax i fyrsta timanum var jeg farinn ad hlaupa um med fidluna a kinninni og var tha um leid ordid ljost ad jeg var snillingur. Jeg stundadi fidluna eins og thad vaeri ein af stadreyndum lifsins, thar til hjegomaleg hugsun vaknadi i huga mjer um 11-12 ara aldur. Tha for jeg ad skammast min fyrir fidlukassann a almenningsvettvangi og leid eins og oaedri veru. Jeg man ad jeg spiladi a grunnskolatonleikum a fidluna mina og ''allir strakarnir'' sogdu ad thad vaeri gedveikt asnalegt ad spila a fidlu. Smatt og smatt for jeg ad lita a fidluna sem einhverskonar kvod, lagda a mig af mommu minni. Thad var mamma min sem ljet mig aefa mig heima, keyrdi mig i fidlutima og sa um ad halda uppi metnadi fyrir mina hond. Morg morg ar for jeg i tima hja Asdisi Stress, sem var alveg frabaer gella, en gat hinsvegar ekki gert fidluna jafn anaegjulega fyrir mig. Nuna langar mig alltieinu ekki til ad skrifa meir um thetta svo jeg er bara haettur thvi. Seinna mun jeg hinsvegar segja thjer fra honum Spiknefi Dubik, en allt hefur sinn tima. Fyrirgefdu.

Bloggsafn