9/16/2004

Eftirfarandi kom fyrir fyrir rúmlega ári síðan. En það er í minni mér eins og ég hefði skrifað það niður þá: Það var maður sem settist niður við hliðina á mér fyrir utan þjóðarbókhlöðuna. Þetta var karl, frekar gamall í framan, sem spurði mig allskonar spurninga. En hann var bara að spurja mig í þeim tilgangi að hefja samræður um þær aðferðir og lækningar sem hann væri að uppgötva. ''Já þær virka nú alveg bara, maður gerir þetta bara svo byrjar maður alveg uppá nýtt næsta sumar''. “Og hvaða aðferðum ertu að beita?” spyr ég. “já ég hef nú bara verið að lesa mér til, ég er hérna og hef verið að glugga í bækurnar. Svo segi ég lækninum mínum frá þessu og hann segir bara, nei nei hvaða vitleysa þetta er bara bull. Hann trúir mér ekkert.”. Ég spyr hann aftur hvaða lækning þetta er sem virkar svona vel. “ja ÉG VAR nú hérna uppá nýlistasafni og fann þar bók sem sagði mér þetta allt. Jú jú þettavirkar alveg hreint. Svo byrjar maður bara uppá nýtt næsta ár. Engar flensur ekkert kvef. Ég hef ekki orðið veikur í tvö ár núna. Maður brennur alltaf á sumrin en svo gerði ég þetta og það virkar alveg.” Þannig gekk þetta samtal, maðurinn talaði um þessar aðferðir en sagði mér aldrey um hvað lækningarnar snerust. Þrátt fyrir þetta var maðurinn mér mikil skemmtun en algjörlega óskiljanleg. Loks bibaði maður á póstbíl til að kalla manninn til sín, og í því sem hann var að fara kallaði ég til hans í örvæntingu ''en um hvað snýst þetta alltsaman?!'' “Tja. Maður tekur bara vatnsglas, setur hálfa sítrónu í það og ber það svo á kroppinn og maður brennur ekkert. Svo byrjar maður bara uppá nýtt næsta sumar. Jájá”. Hann gekk í burtu og hélt áfram að tala án þess einusinni að kveðja. Amen.

9/14/2004

Nú skal segja frá því þegar ég var mestur hálfviti fyrr og síðar. Ég mundi eftir þessu þegar ég var að ganga gegnum kirkjugarðinn við suðurgötu og var skyndilega staddur í útvarpsþætti í huga mér ásamt útvarpskonu: ''Hvað er það versta sem þú hefur gert?''. Það ljótasta sem ég hef gert og geri mér grein fyrir sérðu til er þegar Menntaskólinn í hamrahlíð, minn gamli skóli, var að byrja að nýju á vorönn. Stóð ég þar í langri röðu, sem mig langaði allskostar ekki að standa í. Þá var óþreyja í loftinu og allskyns nemendur allt í kring. Sumir að troða sér framfyrir röð. Í eitt skiptið, þegar ég stóð í röðinni, fékk ég einfaldlega nóg þegar þrjár forkunnaljótar stelpur troða sér framfyrir. Þær voru í svona þykkum fötum og komu sér fyrir framan mig án þess að hafa neinn sýnilegan rétt til þess. Ég bað þær vinsamlegast um að hundska sér aftast í röðina, og var mér á þeim tímapunkti slétt sama þó beiðnin væri dónalega sett fram, því þær voru jú feitar og bólugrafnar í framan. Enduðu orðaskipti okkar á því, að ég kalla þær ''ljótar feitar tussudrullur''. Ekki man ég hverju þær svörðu til, en það hefur verið eitthvað í sama dúr. Líður og bíður andartak þá birtist alltíeinu 16 ára busi með þau væmnu orð á vör að ''æ krakkar, við skulum ekki byrja nýtt árþúsund á því að rífast, verum bara vinir og góð við hvort annað''. Businn var bæði lítill, saklaus með sítt hár og leppalúði fram úr hófi. Eftir að hafa velt mér uppúr því hvort drengstaulinn færi með grín og spé, komist að því að svo var ekki þá fylltist ég heljarinnar hatri. Sömuleiðis fylltist ég fyrirlitningu og gat ekki á nokkurn hátt skilið hvernig þessi maður gat verið svona, svona heimskur? Fannst mér þá réttlætanlegt að lumbra á honum rétt sisona, en mælti þess í stað með miklu frussi út um munninn ''Haltu kjafti. Bólutrýni!''. Svo hélt ég kjafti sjálfur á meðan fitubollurnar þrjár héldu áfram að vera ruddar fram fyrir röð... Sjáðu til, það vonda og fyrirlitlega við þetta alltsaman er, ha! Að ég sagði ekki ''bofs'' þegar sætu stelpurnar tróðu sér framfyrir! En ekki móðgar maður stinna bossa eða hvað? Ekki býður maður ljúfri snoppu í rifrildisbyrginn? Ekki, ekki þætti það að það þætti nú gott! Í dag. Kominn til ára sinna, er ég þó þeirrar skoðunar að þessar þrjár ljótu hafi átt þetta alltsaman skilið eins og hundur á skilna hirtingu ef hann settist upp á stól við matarborð og tæki að borða með hnífapörum. Og þær geti ekki kvartað því staða þeirra í samfélaginu er þannig, að þær verða einfaldlega slétt og fellt að vera réttlátar og auðmjúkar, því ef þær ætla að haga sér eins og í slagtogi við fegurðina munu þær á endanum verða hataðar, sem og ég hataði þær. Ergó! Ef þú ert feit stelpa skaltu sníða þér stakk eftir vexti. (svo spurði útvarpskonan mig ''en ertu þá alltaf svona hreinskilinn við ljótt og feitt fólk?'') Nei nei nei, það má mér þó til hróss segja þó ég segi sjálfur frá að í dag er ég breyttur maður og alltaf góður við aumingja og kurteis við ljótt fólk sem fallegt væri kellingin mín. Sei sei.

Bloggsafn