10/02/2004

Það er nú ekki í frásögur færandi nema fyrir það að...Þá er ég sko að tala um gærkvöldið. Það er semsagt ekki í frásögur færandi nema að svo miklu leiti sem átti sér stað daginn eftir. En það væri heldur ekki í frásögur færandi nema fyrir það sem á undan fór. Svo allt yrði þetta eitt stórt blekbull og ekki í stafi færandi nema þetta hefði allt gerst. Komi ég mér að efninu! Í gær fór ég semsagt á drykkju. Fyrst drakk ég fyrir framan sjónvarp, síðan drakk ég fyrir framan barþjón. Um tíma var ég kominn á það andlega stig, að finnast sjálfsvitundin vera aftast í hnakkanum og augun í mér vera vídjóupptökuvél, og í raun hausinn allur ein stór eftirlitskamera. Ef ég sneri hausnum til hægri sá ég Grímar vin minn, ef ég sneri honum til vinstri sá ég viðkunnanlega útkastarann á Grandrokk. Ef ég hallaði hausnum fram sá ég ofan í bjórflöskuna mína, sem höndin mín lyfti af og til upp að munninum, þá hvarf stúturinn mér sýnum og flaskan reistist stolt upp í loft. Því miður setti höndin mín ófáar sígarettur upp í munninn líka og þá þurfti ég að horfa í gegnum reyk. Jæja, ég sem eftirlitsmyndavél fylgdist vel með kellingunum og leitaði að þeim sem sýndust graðar á grunsamlegan hátt. Áfram tók ég sopa, reykti meira, glúgg glúgg og trallala. Og þá er að útskýra af hverju þetta er ekki í frásögur færandi nema. Einhvernveginn komst ég heim, einhvernveginn komst ég í rúmið. Og einhverra hluta vegna vaknaði ég upp í fanginu á íslenskum fjárhundi. Að vísu var voffinn tík, hvolpur í þokkabót. Ekki nema kannski eins árs, kelin og til í allt. Svo bara sleikti hún mig í framan og inni í eyrunum þegar ég fór að hreyfa mig til! Þá var ég nú ALDEILIS hlessa.

9/26/2004

Stundum er það þannig, að manni finnast draugar vera allt í kringum sig. Þetta gerist þegar maður er einn heim, það er dimmt eða vont veður. Það er hægt að gera margt til að verjast draugum, t.d. skríða undir sæng eða teppi. Svo lengi sem teppið eða sængin nær uppfyrir háls og niðurfyrir tær, þá getur enginn skuggi höggvið af þér tærnar eða sargað hálsinn í sundur eins og brjálaður arabi. Að kveikja öll ljósin í íbúðinni virkar líka ágætlega, en það er ekki heildarlausn. Að vekja hundinn hjálpar. Best er náttúrulega að bjóða einhverjum í heimsókn eða fara í heimsókn sjálfur. Allt eru þetta aðferðir til að verjast þeirri tilfinningu, að fyrir aftan þig sé vofa að læðupokast. Ég var hinsvegar að gera uppgötvun, því Megas virkar eins og verndandi sæng. Í kringum mig í kjallaranum voru myrkruð herbergi, ljós hér og þar og þögn. Svo mikil þögn að mér fannst ég heyra afturgöngur kljúfa loftið. Ég var einn heima, svo enginn gæti heyrt mín vonlausu óp. En svo fór Megas að hrína í græjunum og allir draugar bara...hafa sennilega orðið sáttir og farið í sjálfs analýseríngu á sínum forynjukarakterum. Því sit ég nú á meðal óhreininda og fróa mér með sætri stelpu í tölvunni. Hæ stelpa, af hverju ertu svona döpur til augnanna?

Bloggsafn