11/11/2004

Fyrst að líf mitt er fullkomið er ekkert sem ég get sagt skemmtilegt, nema kannski frá gömlum draumi? Það er þó eitthvað. Þann 28. mars á þessu ári dreymdi mig að ég væri staddur inni í herberginu mínu í Rússlandi. Þar fel ég mig á bakvið ljósbrúnan skáp og horfi út um opna herbergishurðina fram á gang þar sem "vindurinn" er. Ég þarf að fela mig fyrir honum, er með byssu til að drepa hann en þori ekki að hreyfa mig. Það er eitthvað sem hann vill mér þessi vindur, eitthvað sem ég skulda honum. Síðan allt í einu feykist ég um koll og dett á rúmið og vindurinn segir skipandi: "þú getur ekki komið mér á óvart/falið þig" eða eitthvað svoleiðis. Síðan neyðir hann mig til að samþykkja að fara út að borða með sér. Hvað ætli þetta hafi þýtt? Ég var alveg lens á þeim tíma og hef ekki enn skilið þetta. En eitt er víst, að þetta virðist vera mjög táknrænt. Ég á gamla fartölvu, sem heitir Compac, fædd árið 1997. Um daginn opnaði ég Internet explorer í henni og langaði kannski en bara kannski að skoða klám. En þegar ekkert gekk man ég að tölvan hefur aldrey komist í snertingu við internetið. Ég sé það núna að tölvan mín er gömul einmana kerling, einangraður dalbúi sem fær bara bréf frá öðrum tölvum í gegnum diskettudrifið. Já, tölva án internets á ekki sjö dagana sæla. Til að botna þetta vil ég segja frá bólu á upphandleggnum. Ég fann hana undir apahárunum öllum og ákvað að kreista hana, þó hún liti ekki út fyrir að vera fullþroskuð. En hún var nú samt einstaklega samvinnuþýð; hún reif upp hold mitt og skinn, spýttist út og allur gröfturin í einu. Engar eftirhreytur. Ó að allar bólur væru eins og hún, þá væri lífið gott! Verst að það var svo mikill kraftur í þessu að blóðblönduð vilsan spýttist yfir andlitið á mér. Það var ekki sem verst, allavega skárra en að horfa á hana eins og gulrauðar stjörnur á spegli. Taktu svo þátt í könnuninni hérna niðri takk. Bless bless.

Bloggsafn