12/04/2004

Ég veit um marga sem hafa skrifað blogg drukknir. Mér finnst það hálfgerð synd gagnvart... Nei það er kannski ekki synd gagnvart neinum að gera slíkt. En það er svosum hægt að sjá til hvernig það fer alltsaman. Í stuttu máli fór ég í sund í dag. Og í heita pottinum, þegar ég steig ofan í hann, sá ég þessa konu um þrítugt sem lét mig hugsa "þessari gæti ég nú vel hugsað mér að giftast og eignast börn með". Hún var með svart hár sem féll niður á brúnleitt senjórítulegt bakið og í þröngu bikiníi, með kennslukonuleg gleraugu. Einu orði sagt, hún var kynbomba. En lengra náðu þessar hugsanir mínar ekki, ég lagðist í vatnið og lét mig dreyma. Mig dreymdi þar til ég tók eftir því að þessi giftulega kona lá í kjöltu hálfrakaðs manns. Og þau tvö voru aðeins of náin fyrir minn smekk. Ég lét mig hafa það, glápti út í loftið með eyrun neðansjávar svo ekkert truflaði mig. Þar til ég sá ljóta manninn, manninn sem hélt á kennslukonunni. Hann hélt ekki bara á henni, heldi kyssti brjóstin á henni, bæði! Þá varð mér ekki um sel. Hvurslags dónaskapur var þetta eiginlega? Þetta var bölvað klám á almannafæri til þess eins gert að vekja öfund. En ég hafði mikla trú á þessari svarthærðu þrítugu konu í kjöltu hans, og hugsaði "nei, það getur ekki verið að hann sé með einhverja greddustæla! Ef hann væri með standpínu og hún kæmist að því mundi hún örugglega móðgast, hún er svo mikið gæðablóð". En hvað sem tautar og raular, höfðu athafnir þeirra þau áhrif á mig að ég þurfti að taka ákvörðun: Að hneykslast á framferði þeirra á kristilegan hátt, eða njóta þess að glápa á þau. Því þeirra er valið, mátturinn og dýrðin, að ef þau ætla að vera í erótískum faðmlögum í almannaheitupotti, verða þau að vera tilbúin að sætta sig við að ímyndunarveikir pervertar gæli við typpið á sér, klæði þau úr fötunum og láti þau hamast hvort á öðru í huga sér. Þau geta ekki búist við að allir séu jafn heilbrigðir í hugsun eins og ég og þú, sem horfa undan, hneykslast á spillingu nútímans og sakna þess tíma þegar bannað var að kyssast á götum úti. Já, sem betur fer mun þetta ógeðslega pakk fara til helvítis þegar allt kemur til alls. Hallelúlja.

Bloggsafn