12/29/2004

Hann Gauji skilur ekki um hvað jólagjafir snúast. Þær snúast náttúrlega um viðleitni og kærleika, þær eru tákn um væntumþykju. Því skiptir ekki máli þó ég hafi gefið honum undirlýsta ljósmynd í ódýrum ramma en hann mér rándýru bókina "Ríðið Okkur". En ég er samt sáttur við mitt, ég náði að stórgræða á því að gefa Gauja ódýra gjöf. Satt best að segja bjóst ég ekki við að hann mundi eyða svona miklum peningum í mig. Hann hlýtur að elska mig meira en peningana sína. Alltaf uppgötvar maður eitthvað nýtt. Ég veit ég ætti kannski að segja þetta beint við Gauja frekar en flíka því hérna, en: Gauji, ég ætla að gefa þér auka-jólagjöf. Þú átt inni hjá mér hálftíma axlar- og apanudd. Ef þú villt get ég notað olíur. Við gætum verið einir saman í einhverju herbergi, bara ég og þú í návist hvors annars. Er hægt að gefa persónulegri gjöf? Ég gef af sjálfum mér! Svo vil ég bara segja að Gauji er myndarlegur, gáfaður og ekki á litinn eins og ég sagði einusinni að hann væri á litinn. Gauji er á litinn eins og brún eyðimerkursóley í Sahara. Hann er fjallmyndarlegur maður sem á séns í hvaða stelpu sem er!

12/27/2004

Í dag er messugagnrýni. Messan sem um ræðir var á mótum 24. og 25. desember, svokölluð miðnæturmessa. Miðnæturmessur byrja ekki klukkan 12 eins og við væri að búast, heldur hálf 12. Klukkan 11 var kirkjan orðin hálffull, sem er Íslendingum ólíkt, en miðnæturmessan í Dómkirkjunni er bara svo vinsæl að fólk lætur sig jafnvel hafa það að standa. Ætli þetta séu ekki allt gamlir hamrahlíðakóringar sem geta ekki haldið jól án þess að sjá Þorgerði kórstjórnanda? Hófst þá messan á því að kórinn gekk inn kirkjugólfið, það var halarófa af hvítklæddum stelpum og hrein unun að horfa á. Stúlkur í hvítum þröngum kjólum á jólanótt í kirkju, geta ekki annað en vakið upp í mönnum losta með sínum ungu rössum og brjóstum. Djöfullinn á auðvelt með að læða óhreinum hugsunum að manni við slíkar aðstæður, og alltsaman verður þetta svo spennandi því biblíunni samkvæmt ætti maður að vera hreinn í huga og holdi í guðs húsum. Allavega svifu framhjá mér að minnsta kosti 160 brjóst og 80 rassar, á hæfilega hæggengu lötri svo maður gat vel mænt á geirvörtu undir hvítu líni áður en englabossinn birtist. Svo önnur og önnur og önnur... AÐ sjálfsögðu söng kórinn eins og engill. Það sat kona mér á vinstri hönd, sem ég náði lítið að skoða. En hún tók hinsvegar undir með söngnum, söng svosem ekki neitt hryllilega illa, en á þann hátt að mig kitlaði óstjórnanlega í inneyranu. Ég stakk því vísiputtanum reglulega inn í eyrað og rótaði til. Nú þagnar kórinn og prestur tekur að mæla orð. Ég verð nú bara að segja það, að guðspredikarar sem lesa upp af blöðum eru bölvaðir aumingjar! Þarna stóð biskup Íslands og þakkaði kórnum fyrir sitt framlag, og sérstaklega Þorgerði. Þessi þakkarorð las hann upp af blaðsnepli, og átti í erfiðleikum með það! Hann hikaði, missti sjónar á því hvar hann var og rétt gat stunið þessu uppúr sér. Þvílíkt frat. Ef maðurinn ber fram boðskap guðs, ætti guð að vera með tungu hans en tungan ekki slefandi á fyrirfram samda ræðu. Þegar ég hætti að pirra mig yfir því að hann las upp af blaði, fór ég að hlusta á hvað hann vildi segja. Þetta var svona "kirkjan þarf að vera í takt við tímann" ræða. Séra hvað sem hann nú heitir aftur, talaði um spider mann sem frelsara, gerði grín og reyndi eftir fremsta megni að vera hnyttinn og alvarlegur í senn, ná athygli fólksins um leið og að bera fram kærleiksorð guðs. Fólk hló, svona annar hver maður. Ég gat því miður ekki annað en fundið til velgju yfir því hvað fólk getur haft lélegan húmor. Ég held að húmorinn hafi skapast af því að óvænt fyndni blandaðist saman við hefbundna helgislepju svo einhver kannski hló og gerði sig hissa: "Ó, það er svo flippað og djarft að segja brandara í kirkju!". Prestinum er svosum vorkunn, hann þarf að tala til trúleysingja sem flestallir mæta einusinni á ári í kirkju. Þessvegna reynir hann kannski að vera svona alþýðlegur, einfaldur og jarðbundinn. En hann var augljóslega að tala til fífla. Á meðan prestur las upp var furðu lítið um lítil börn að grenja og nöldra, og fólk hóstaði lítið svona yfir höfuð. Hafi fólkið og börnin þökk fyrir. Davíð Oddson var mættur ásamt syni sínum. Þeir sátu fremst. Sonur hans er eins og skopstæling á föðurnum, eins og búinn til í brúðudeild ríkissjónvarpsins. Og er það vel. Þeir mættu til að hlusta á lag Atla Heimis við ljóð Davíðs, sem var nú ekki sem verst lag og helst gott fyrir þær sakir að tónarnir flæddu vel áfram. Ljóðið haganlega gert, týpískt trúarljóð. Séra biskup Íslands getur tónað betur en margir aðrir prestar, en þó ekki svo vel að hann haldi lagi. Ég hef orðið vitni að ófáum grettum á andliti kórstýru einnar við slíkar aðstæður, þá þurfa að vera hæfileikaríkir einstaklingar í kórnum sem geta fundið rétta tónhæð á ný og þannig komið í veg fyrir að raddfelska prestsins setji allt á skjön. Þetta kunna hamrahlíðakórarnir tveir. Þegar allt kemur til alls var þetta ágæt messa, ég gef henni einkunnina 7,5. Dómkirkjan er gott hús, ólíkt úthverfakirkjum sem margar hverjar búa yfir stemningu álíka og í skrifstofubyggingum. Skrítnast fannst mér þó að í miðri messunni, þegar "söfnuðurinn" átti að standa upp og hlusta á tuggurnar úr jólaguðspjallinu, þá fannst mér alltíeinu að kirkjan hefði umpólast. Það er, mér fannst hún snúa vitlaust, að austur væri orðið vestur. Það var mjög erfitt að venjast þessari hugsun og ég veit ekki hvað þetta átti að þýða eiginlega. Því meir sem ég hugsaði um þetta, þá fannst mér eina stundina að hún sneri rétt en þá næstu vitlaust. Þetta minnti mig svolítið á einhverskonar bilun í forriti. Þetta var það eina yfirnáttúrulega sem ég fann fyrir. Er það veeeeel. Nokkrar niðurstöður: Hefur thu stolid ur veski fodur thins? (39 tóku þátt, einn aðili kaus 8 sinnum "mjög sjaldan"). 1. Mjog sjaldan.................................................... 26% 2. Já.......................................................................18% 3. Ja og thad er ekkert ad thvi...........................3% 4. vil ekki segja......................................................3% 5. Nei......................................................................38% 6. Nei og jeg fyrirlit typur sem gera svoleidis....13% Hvad taknadi draumurinn sem mig dreymdi thann 28.mars? (16 tóku þátt, 25 þarf, því ekki marktakandi úrtak) 1. Kurteisa abendingu um ad thu sert medalmadur en ekki snillingur......6% 2. Ad thu ert laumuhommi....... ....50% 3. Ad orlogin kasta thjer alltaf i rumid.......25% 4. Ad thu getur ekki barist vid prump med blaevaeng....6% 5. Eg mun svara ther personulega a nilson66@yahoo.co.uk.......................13% Það er greinilegt að miðað við hitt og þetta þarf ég alvarlega að hugsa minn gang.

Bloggsafn