1/20/2005

Já, það er ekki að spurja að því. Ef maður gúgglar "mun ég eiga" þá kemur út ljóð. Allavega svona dautt nútímaljóð. Mjamm. mun ég eiga góða keppni þar mun ég eiga í vandræðum mun ég eiga þess kost að fjalla um skiptingu mun ég eiga afmæli mun ég eiga spor mín um ganga skurðlækningardeildar mun ég eiga1 stk svona mun ég eiga nýtt frændsystkin mun ég eiga viðskipti við þettaskítakompaní. Fyrr mun ég runka mér í eigin gröf! mun ég eiga nákvæmlega EKKERT mun ég eiga mína fyrstu milljón dollara mun ég eiga erfitt með svefn mun ég eiga risa svín ... Svo mun ég eiga notalegt kvöld. Það er margt áhugavert sem fólk mun eiga. Annars er það í óspurðum fréttum að í morgun stóð ég í dyragætt nokkurri, drakk kaffi og reykti sígarettu. Það var heitt inni, kalt úti. Mollan inni sveif út um gættina og blandaðist frostinu fyrir utan, svo það mynduðust svona bylgjandi taumar í loftinu. Ég horfði því á grenitré í hillingum, og svartan starrahóp spóka sig um á greinum þess. Þetta var geðveikt svona "fear and loathing in Las Vegas" upplifun! Allt í einu fann ég undarlega tilfinningu færast yfir mig, mér óaði við öllu í heiminum og mér skildist að ég stæði í raun á jarðarkúlu sem snerist í hringi. Allt var svo einfalt en þó skrýtið um leið. Ég hugsaði í fullri alvöru; Er ég orðinn ástfanginn? En fattaði um leið að mig svimaði bara af sígarettunni svona snemma morguns. Djöfull er langt síðan mig hefur svimað af sígó, vá. VIÐ MUNUM ÖLL DEYJA! ÖLL!! ÖLL DEYJA!!! Var þetta ekki svona temmilega óviðeigandi? Eitthvað verður maður að gera til að vera frumlegur.

1/17/2005

Sannlega sannlega segi ég yður að blogg þetta mun vera í tilvitnunum. En fyrst vil ég vera ögn sjálfhverfur og tala um mína eigin spegilmynd. Í mörg mörg ár glímdi ég við geðflækjur nefsins, mér fannst það of stórt. Ef Sigmund Freud mundi dáleiða mig og taka í sálgreiningarmeðferð, mundi ég rifja upp þegar mamma gagnrýndi mig fyrir að bora asnalega í nefið. Þá átti ég það til, í staðinn fyrir að snýta mér, að stinga vísifingri harkalega upp í nefholurnar og skófla út úr þeim í vaskinn. Ég var unglingur, á milli okkar mömmu geisaði einhverskonar þagnarstríð, en hún kommentaði á mig og lýsti því yfir, að nefið á mér væri örugglega svona stórt og útþanið sökum þessa ósiðar. Síðan þá hef ég alltaf horft rangeygður í spegilmynd mína. Hún sagði þetta hún mamma mín ég efa það ei, að allt það var satt er hún sagði. Í dag gef ég hinsvegar skít í útlit mitt, og gat því gert mér á vísindalegan hátt grein fyrir þessu: Þegar ég er með kiwi-hárklippingu og sléttrakaða vanga virðist nef mitt vera stórvaxin kartafla. Hinsvegar ef ég er með húfu á stærð við mikrófón-klippingu og skegg niður á bringu, þá verður nebbinn minn pínkuponsulítill eins og sherrítómatur. Ergó, allt er hégómi. Og þá get ég komið mér að þessum tilvitnunum. Hljómsveitin Stuðmenn geta verið alveg hreint óþolandi. Stuðmenn gerðu ágæta hluti hér í gamla daga, en ættu að vera löngu hættir þessu. Síbyljulagið "fönn fönn fönn fönn íslenskt fönn! Fönn fönn fönn fönn íslenskt fönn! fönn fönn fönn fönn íslenskt fönn! fönn fönn fönn fönn íslenskt fönn" segir allt sem segja þarf um óþarfa tilvist Stuðmanna. Lagið gerði mér hinsvegar grein fyrir því, hvaða ljóð ég lærði fyrst allra ljóða í þessum heimi:
Fönn
fannhvítt frá
Fönn
skeifan 11
Fönn
Það er alkunn staðreynd að það sem gerir ljóð að ljóði er skipting í línur, og því ákvað ég að skipta í línur útskýringu á uppflettiorðinu blámaður í gammel-norsk/forníslenskri orðabók Fritsners nokkurs:
Blámaðr
-
Bláleitr maðr
er kolblár á sinn líkam
engi hlutr er hvítr á
útan tenn
ok augu.
Blámaðr
biki svartari.
Svo á endanum snýr biblían aftur með sína undursamlegu speki. "Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu." (Nýja testamentið, 1. korintubréf. 14;33-36) Hér stendur skýrum stöfum, að konur mega allsekki tala í kirkjum. Halló! Halló. Hversu margir kvenprestar eru nú starfandi á Íslandi? Hellingur. Eru þær ekki síblaðrandi, heima og í kirkjum? Jú. Hvað gerist næst, verða hommar blessaðir af þjóðkirkjunni?! Ég veit það ekki. Amen.

Bloggsafn