8/13/2006

Ég er búinn að hugsa mikið um þetta, en loksins man ég það. Ég hef ekkert getað bloggað í langan tíma, einfaldlega afþví ég man ekki helvítis lykilorðið mitt. Ég hélt kannski að það væri nilson66 og lykilorð mammamamma. En það er ekki satt. Usernameið er nillipilli en passwördið er herabera. Já ég skil þetta ekki. Ætli ég hafi ekki hugsað of mikið einfaldlega, þegar ég loksins leyfði bara puttunum á mér að ráða ferðinni, þá vissu þeir hvert halda skyldi og, já, eftir öll þessi skipti sem ég hef loggað mig inn á blogger þá er þetta auðvitað í blóðinu. Nema það er ekkert blóð í heilanum á mér. Þetta er eins og þegar Kári var með hundinum Lappa, og það var þoka, og Lappi rataði heim. Það sem hefur merkilegt gerst í lífi mínu síðan seinast, er að ég var í sundi, og sá svona rúmlega þrítuga konu, senjórítulega í útliti en samt sem áður greinilega með víkingablóð í sér, og ég glápti á hana. Hún hélt á litlu barni og fannst ég vera ógeð. Mér var kalt og um það bil að fá flensu, en ég varð að vera í grunnu lauginni, afþví ég vinn við að passa börn. þessvegna synti ég mér til hita, í hringi og sýndi enga vægð, bringusund. Og ég stakk meiraðsegja hausnum ofaní á sundinu, afþví ég var svo æstur. Hring eftir hring synti ég þangað til ég fann í ilinni að ég sparkaði í einhvern. Það skiptir svosem ekki máli í hvern ég sparkaði, jú það var auðvitað þessi fallega kona sem ég hafði glápt óþarflega mikið á. ,,Fyrirgefðu, afsakið innilega". Hún nuddaði sér pirruð í lendunum, og nöldraði ,,já þetta var vont" og vildi ekkert með mig hafa. Helvítis sólbekkjafórnarlambinu fannst ég vera glataður. En það skiptir ekki máli, ég á kærustu. Ég er samt ekki byrjaður að blogga, ef þú heldur það. Níels.

Engin ummæli:

Bloggsafn