4/17/2008

Þeir fáu sem kíkja í heimsókn til mín eru fuglar. Þessi tegund af fugli sem ég veit ekki hvað heitir borðar oft pönnukökur og treystir fólki ágætlega. Dúfur eru almennt svo heimskar og skítugar að enginn nennir að drepa þær. Þessvegna treysta þær mannfólkinu alveg. Og þær éta allt nema ávexti og kál. Mávar eru gráðugastir allra, koma og kokgleypa allt sem stendur til boða og skilja ekkert eftir handa öðrum. Þeir koma eins og þjófar, fljótt og láta sig hverfa. En þá mætti skjóta, þeir eru nógu vitlausir. Þó maður hafi legið undir sæng í klukkutíma með aðeins eitt auga sjáanlegt finna krákurnar á sér að einhver er að horfa og koma ekki. Hinsvegar læra þær að treysta. Þessi grákráka hér hefur byggst sér hreiður fyrir utan eldhússgluggann. Þar eru þær alltaf að ríða og garga hrakspár. Hó.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

See Please Here

Bloggsafn