4/16/2008

Kæru lesendur sem hafa æstir beðið eftir endurlífgun minni í mörg mörg ár. Ég ætla ekki að blogga en hér má sjá nokkrar myndir. Þetta er Sasha. Hann er með tvær tennur eftir í munninum. Einusinni borðaði hann súkkúlaði með hnetu, og japlaði á hnetunni í heila viku, og spýtti henni svo út úr sér því hann nennti þessu ekki lengur. Hann reykir filterslausar sígarettur og hóstar eins og sullaveik rolla. Hann er hræ. En segir að það taki því ekki að hætta að reykja, því hann er með astma hvort sem er. Hann snýtir sér á gólfið fyrir framan kamínuna í skálanum sem hann býr í. Það er hér: Hann fór í fangelsi einhverntíman og var svo sleppt. En í fangelsinu hafði einhver dáið og í misgripum var nafn Sasha strokað út af lista hinna lifandi. Lögreglur sem stöðva hann úti á götu og athuga passann hans tjá honum því að hann sé dauður. Þessu er erfitt að breyta. Til að fara eftir vodkaflösku þarf hann að labba í 8 klukkutíma í götóttum herskóm með fæturna vafða inn í skítugt viskustykki. Hann segir hóra og typpi í öðruhverju orði. Hann talar ekki, hann blótar það sem hann vill segja. Þarna er hann aftur!:

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Attention! See Please Here

Nafnlaus sagði...

vá mig langar að kynnast Sasha!

Bloggsafn