5/08/2008

Ég og sprengjurnar mínar Þessi maður er sonur Magga. Hann syngur svolítið líkt honum. Hann heitir Gísli. Þetta var ein ömurlegasta svefnnótt sem ég hef átt. Ekki það, líkaminn á mér fékk nóg pláss fyrir bakið á sér, en hinsvegar stundaði Gísli þessi kraflyftingar, svo ef mann vantaði einn sentíméter var ekkert hægt að tjónka við hann frekar en klettinn Pétur, eða Péturinn klett. Ég var með meðvitund alla nóttina. En átti svo frábæran dag. Þann dag var ég skotinn í löppina af þessum litla brjálæðing. Hann kom keyrandi á þessum leikfangabíl, sem er búin til úr ég veit ekki hvað mörgum öðrum bílum, bremsulaus. Hann var með loftriffilinn sinn meðferðis og nú get ég stoltur sagt að ég hafi verið skotinn í fótinn. En sárið er að vísu ekki stærra en eftir litla blóðsugu. Og þarna eru sprengjurnar mínar. Sovéskar auðvitað, sovéskar handsprengjur, bestar í heimi!

Engin ummæli:

Bloggsafn